Verkefnið Göngum í skólann hefst í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 4. september.
Markmið verkefnisins er að hvetja börn og foreldra til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti.
Setning verður í Brekkuskóla hérna á Akureyri og er þetta í átjánda sinn sem verkefnið er sett af stað hér á landi.
ÍBA hvetur sem flesta til að taka þátt í þessu verkenfi og auka þar með hreyfingu fjölskyldunnar, samveru og líkamlega- og andlega vellíðan í leiðinni og svo er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.