74. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var haldið í Gullhömrum í Grafarholti 3.-4. maí og þar sátu fimm fulltrúar fyrir hönd ÍBA; Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Erlingur Kristjánsson úr stjórn ÍBA, Birna Baldursdóttir formaður SA, Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA.
Þingforsetar voru þau Guðrún Inga Sívertsen og Viðar Helgason og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri stóð sig með prýði sem þingritari. Þingfulltrúar voru vel á annað hundrað fulltrúa af öllu landinu og fyrir þinginu lágu 24 tillögur sem fjallað var um í nefndum langt frameftir á föstudagskvöldinu sem voru svo afgreiddar á þinginu á laugardag. Margar góðar tillögur voru samþykktar sem eiga að vera íþróttahreyfingunni til framdáttar og bæta það góða starf sem unnið er.
Kosning til framkvæmdastjórnar ÍSÍ fór einnig fram á laugardag. Tíu aðilar voru í framboði til sjö sæta í stjórn til næstu fjögurra ára og þar áttum við í ÍBA einn fulltrúa, Inga Þór Ágústsson, sem náði stórglæsilegri kosningu og vill ÍBA óska Inga ásamt nýjum stjórnarmönnum til hamingju með kjörið og stjórn ÍSÍ velfarnaðar á komandi árum. ÍBA hlakkar til frekari samvinnu í þróttahreyfingunni við að gera gott íþróttastarf betra.