Líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni fagnar Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, 80 ára afmæli sínu 20. desember og af því tilefni verður slegið til heljarinnar afmælishátíðar í Boganum á Akureyri næstkomandi laugardag, 7. desember með aðildarfélögum okkar. 17 af 20 aðildarfélögum munu mæta og kynna starfsemi sína og leyfa gestum og gangandi að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar en innan aðildarfélaga ÍBA eru stundaðar tæplega 50 íþróttagreinar.
Hátíðin stendur yfir á milli klukkan 13 og 17 á laugardaginn og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Mætum og höfum gaman með fjölskyldu og vinum.
Frítt inn og öll velkomin.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig aðgengi bíla er að Boganum á laugardaginn.