Fimleikadeild KA vill vekja athylgi á því að á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram um verslunarmannahelgina á Egilstöðum verður hægt að keppa í fimleikum.
Keppnin felur í sér að þátttakendur æfi atriði heima sem er frá 00:30-04:00 mínútur.
Liðin eru metin út frá framkvæmd, samtaka, erfiðleika æfingar, spenna og stjórnun hreyfinga, samsetningu atriðis.
Áætlað er að bjóða upp á opna tíma í fimleikahúsinu rétt fyrir mót. Þar geta liðin æft atriðið sitt og fengið aðstoð frá þjálfara í deildinni.
Sjá nánar á https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar/
Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina - skráning er hafin
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert um verslunarmannahelgina, að þessu sinni á Egilsstöðum 31. júlí - 3. ágúst 2025. Mótið er íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem 11 - 18 ára þátttakendur reyna með sér í um 20 íþróttagreinum.
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 9. júní næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsamban...