ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

  • Kvennaliðið hefur leik í Toppdeildinni á morgun

    Kvennalið SA hefur tímabilið á Íslandsmótinu í Toppdeild kvenna á morgun þegar liðið ferðast suður yfir heiðar og mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Fjölnis. Liðin í deildinni hafa öll tekið breytingum frá síðasta tímabili og vatn hefur runnið bæði norður og yfir lækinn. SA liðið hefur styrkt sig í sumar með einum leikmanni en sú viðbót gæti reynst púslið sem liðinu hefur vantað. Kolbrún Garðarsdóttir er snúin aftur í SA en hún hefur verið SA liðinu ljáfur að eiga við síðustu ár með liði Fjölnis. Engin leikmaður hefur yfirgefið hópinn frá síðasta tímabili og hópurinn því öflugri og reynslumeiri en áður - með blöndu af reyndum landsliðskonum og stórum hópi efnilegra leikmanna sem berjast af krafti um sín sæti. Marvarðarstaðan er áfram virkilega sterk með Shawlee Gaudreault áfram í markinu en hún hefur verið besti markvörður deildarinnar um árabil og sýnt ótrúlegan stöðugleika.
    05.09.2025
    Skautafélag Akureyrar
    Lesa
  • Bændaglíma GA

    Ædi og Egill Heinesen etja kappi á morgun
    05.09.2025
    Golfklúbbur Akureyrar
    Lesa
  • Olísdeildin hefst í dag - Dagskrá í Höllinni!

    Okkar menn í handboltanum hefja leik í Olísdeildinni í kvöld þegar ÍR kemur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri. Þór er að snúa aftur meðal þeirra bestu í handboltanum eftir að hafa verið í B-deild síðan 2021. Við hvetjum Þórsara til að fjölmenn...
    05.09.2025
    Íþróttafélagið Þór
    Lesa
  • Þrír sterkir leikmenn snúa aftur heim í SA

    Það er alltaf skemmtilegt þegar uppaldir leikmenn snúa aftur heim til að klæðast rauðu treyjunni. Þrír ungir en gríðarlega sterkir og spennandi leikmenn eru klárir og gera meistaraflokkana okkar enn sterkari í toppbaráttunni fyrir komandi tímabil. Kolbrún Garðarsdóttir – sóknarmaður #27 – frá Fjölni Þarf varla að kynna en hún var marka- og stigahæsti leikmaður Toppdeildar kvenna á síðasta tímabili og allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. Síðustu tvö tímabili hefur hún verið fyrirliði Fjölnis og leitt þær til Íslandsmeistaratitils í bæði skiptin. Kolbrún snýr nú aftur heim í SA og við bíðum spennt eftir að sjá hana aftur á ísnum í SA treyjunni. Jakob Jóhannesson – markmaður #55 – úr námsleyfi Jakob snýr aftur heim að sunnan eftir að hafa tekið sér árs námsleyfi frá hokkíinu. Jakob var fyrsti markvörður karlalandsliðsins og með bestu markvörslu deildarinnar um nokkurra ára skeið áður en hann fór í leyfið. Jakob er nú snúin heim og mættur í markið og styrkir markvarðateymi liðsins með Róberti Steingrímssyni. Við hlökkum til sjá Jakob koma sér aftur í gírinn og byrja að loka markinu. Arnar Kristjánsson – 20 ára varnarmaður #8 – frá EJ Kassel (Þýskalandi) Arnar Kristjánsson er einn efnilegasti varnarmaður landsins og hefur flakkað á milli þess að spila erlendis og hér heima síðustu ár. Arnar er mjög sóknarsinnaður varnarmaður og er komin með 13 A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur og hefur verið valinn besti varnarmaður heimsmeistaramóta með unglinga- og ungmennalandsliðum Íslands. Arnar mun styrkja varnarlínuna okkar og kemur auk þess með glimrandi sóknarleik sem verður gaman að fylgjast með í vetur.
    05.09.2025
    Skautafélag Akureyrar
    Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar