Allar líkur á að úrslitakeppnin geti hafist á laugardag
SA Víkingar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina sem gæti hafist á laugardag. Liðið lék æfingaleik á sunnudag til þess að halda sér á tánum en liðið hefur nú fengið góðan tíma til að undirbúa sig vel og er klárt í slaginn. Hvaða liði við mætum þar á enn eftir að kom í ljós en málið er nú í farvegi hjá áfrýjunardómstóli ÍSÍ og ætti niðurstaða að liggja fyrir á allra næstu dögum. Miklar líkur eru því á að úrslitakeppnin hefjist á laugardag á heimavelli SA Víkinga í Skautahöllinni á Akureyri og hefst þá leikurinn kl. 16:45. Forsala miða opnar í Stubb um leið og búið er að afgreiða málið svo og við hvetjum fólk til þess að fylgjast vel með og tryggja sér miða.
Úrslitakeppnin í Bónusdeild kvenna hefst í kvöld þegar okkar konur taka á móti Val í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum. Félögin unnu hvort sinn leik í sjálfri deildarkeppninni fyrir tvískiptingu. Það má því búast við jöfnu og spennandi einví...
Íslandsleikarnir á Selfossi 29.-30. mars - Allir með
Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. -30. mars 2025. Leikarnir eru fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir.
Alex Cambray og Sandra María eru Íþróttafólk Akureyrar 2024
Lyftingamaðurinn Alex Cambray Orrason hjá KA er íþróttakarl Akureyrar 2024 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen hjá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2024.
Linkur á beint streymi frá Íþróttahátíð Akureyrar í Hofi 23. janúar
Eins og hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum íþróttaáhugamanni í bænum verður sannkölluð Íþróttahátíð í Hofi á morgun, fimmtudaginn 23. janúar klukkan 17:30 þar sem við munum meðal annars krýna Íþróttakonu og Íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2024...