Stjórnarfundur 1. nóvember 2021

01.11.2021 16:30

Stjórn:                                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar   
    Samþykkt

  3. Innsend erindi:

    1. Frístundaráðsbókanir
      Samþykkt

  4. Málefni stjórnar: 

    1. Sambandsþing UMFÍ, helstu niðurstöður þingsins
      Farið yfir það helsta sem fram kom á þingingu, ásamt bókunum þingsins.

    2. Framhaldsþing 75. Íþróttaþings ÍSÍ, helstu niðurstöður þingsins
      Farið yfir það helsta sem fram kom á þingingu, ásamt bókunum þingsins.

    3. Ávísun á gott samstarf
      Ákveðið að fresta því að hittast í ljósi stöðu Covid faraldursins og nýr tími verður ákveðinn á nýju ári.

    4. Úthýsing verkefna 
      Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri UMSE hefur boðið fram aðstoð sína við afmörkuð verkefni í ljósi veikindaleyfis framkvæmdastjóra ÍBA.  Formanni falið að ræða betur við Þorstein.

    5. Málefni kraftlyftinga á Akureyri.  
      Hópur fólks hefur óskað eftir að koma á fót kraftlyftingadeild á Akureyri.  Í ljósi þess að ekki er hægt að iðka kraftlyftingar innan bæjarmarka Akureyrar samþykkir stjórn ÍBA að farið verði í viðræður við eitt af fjölgreinafélögum bæjarins um mögulega stofnun deildar.  Hin nýja deild þarf þó að leysa húsnæðismálin innan þess félags sem deildin verður stofnuð í, enda ekkert húsnæði í boði á vegum sveitarfélagsins, líkt og fram hefur komið í tengslum við KFA.

    6. Formannafundur ÍBA
      Stefnt er á að halda formannafund ÍBA á Greifanum þann 30. Nóvember ef aðstæður leyfa, m.t.t. Covid reglna og stöðu í samfélaginu.

    7. Íþróttamaður Akureyrar, undirbúningur.  
      Ingu Stellu Pétursdóttur falið að leiða undirbúningsnefndina.  Formanni falið að finna dagsetningu og bóka Menningarhúsið Hof í samráði við forstöðumann íþróttamála, Ellert Örn Erlingsson.

    8. KÁf fyrirlestur og önnur fræðsla framundan
      Framundan eru fyrirlestrar sem nefnast KÁF og eru á vegum ÍBA og Akureyrarbæjar.  Fyrirlestrarnir varða kynferðislega áreitni og eiga erindi við alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar.  Fyrirlestrarnir fara fram í Íþróttahöllinni og verður aðildarfélögum sendur tölvupóstur með nánari upplýsingum.

  1. Önnur mál:

    1. Kaup á fjarfundarbúnaði
      Samþykkt að fela formanni að kaupa ódýran fjarfundarbúnað til geta boðið upp á fjarfundi í fundaraðstöðu ÍBA.

    2. Næsti fundur Frístundaráðs
      Farið yfir efni næsta fundar Frístundaráðs.

  2. Tillögun næsta fundar
    Næsti fundur verður klukkustund fyrir jólaformannafundinn þann 30. nóvember nk.

  3. Fundarslit kl. 18:20