Gjaldkeri ÍBA

Helstu verksvið gjaldkera eru:

  • Að hafa yfirsýn yfir færslu bókhalds og reikningshald ÍBA, auk ársreikninga.
  • Að hafa yfirsýn yfir innheimtu og sjá til þess, í samráði við framkvæmdastjóra að skuldir séu innheimtar.
  • Að sjá til þess að gjöld sem ber að greiða séu greidd.
  • Ávöxtun lausafjár, varasjóða og þeirra sjóða sem ÍBA hefur í vörslu sinni í samráði við framkvæmdastjóra.
  • Að setja fram ársreikning í samstarfi við framkvæmdastjóra og leggja fram til samþykktar á ársþingi.
  • Að hafa yfirsýn yfir þær fjáraflanir sem fram fara í nafni ÍBA.
  • Að annast gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við framkvæmdastjóra og leggja fram til samþykktar á ársþingi.
  • Að starfa náið með öðrum stjórnamönnum að þeim verkefnum sem stjórnin tekur sér fyrir hendur.